Kawasaki kynnir öflugasta hjól veraldar

Kawasaki H2R Ninja er mótorfákur sem á sér fáa líka.
Kawasaki H2R Ninja er mótorfákur sem á sér fáa líka.

Nýverið kynnti japanski framleiðandinn Kawasaki nýtt hjól undir nafninu H2R Ninja.

Það er sannarlega í frásögur færandi þar sem gripurinn er að sögn öflugasta framleiðsluhjól sem smíðað hefur verið, en í því býr afl sem nemur 300 hestöflum. Slíkt er nóg til að knýja bíl af miklum krafti en það má spyrja sig hvernig mótorhjól bregst við inngjöf frá slíkri vél. Kawasaki-menn segja tilraunaökumann hafa náð 338 kílómetra hraða á klukkustund.

Ekki blasir við til hvers hjólið er yfirleitt smíðað en Kawasaki hefur tilkynnt að væntanleg sé útgáfa af hjólinu sem verði lögleg á götum úti. Sú útfærsla verður „ekki nema“ 200 hestöfl, sem er samt sem áður öflugra en nokkurt annað hjól á markaðnum.

jonagnar@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: