Bremsuvökva verður að endurnýja reglulega

Bremsubúnaður er einhver mikilvægasti öryggisbúnaður bílsins.
Bremsubúnaður er einhver mikilvægasti öryggisbúnaður bílsins. mbl.is/Golli

Bremsubúnaður er einhver mikilvægasti öryggisbúnaður bílsins. Sigurður Nikulásson, sölustjóri varahluta hjá Bílaumboðinu Öskju segir að mjög mikilvægt sé að skipta um bremsuvökva á tveggja ára fresti.

„Þessu hefur verið ábótavant á Íslandi og ekki er fylgst nógu vel með gæðum bremsuvökva í bremsubúnaði bifreiða. Mikið forvarnargildi er í því að skipta um vökva og ef þetta er gert reglulega getur þetta komið í veg fyrir ótímabundna tæringu í bremsubúnaði, stimplum, rörum og slöngum auk þess sem þéttigúmmí haldast mjúk lengur. Ef þéttigúmmí í bremsudælum byrja að gefa sig geta bremsudælur lekið en ekki síður valdið því að stimplar í dælum festast. Hvort tveggja veldur því að bremsur virka síður en einnig eykst slit á bremsuklossum og -diskum þar sem bremsur vinna ekki jafnt,“ segir Sigurður.

Hann bætir við að með tímanum dragi bremsuvökvi í sig raka og lækki við það suðumark hans. Rakinn fari svo ekki úr kerfinu nema skipt sé um vökvann reglulega. „Bremsubúnaður getur hitnað í mörg hundruð gráður við vissar aðstæður og verður vökvinn því að hafa mjög hátt suðumark. Ef bremsuvökvi sýður myndast í honum loftbólur sem gera það að verkum að bremsubúnaður virkar ekki sem skyldi og getur gert bifreið bremsulausa á svipstundu. Það er tiltölulega ódýrt að skipta um bremsuvökva en ávinningurinn er mikill,“ segir Sigurður.

Bílaumboðið Askja býður upp á 25% afslátt af bremsuviðgerðum og bremsuvökvaskiptum þessa dagana, bæði af vinnu og varahlutum á fólksbílaverkstæði Öskju. „Við hjá Öskju hvetjum alla bifreiðaeigendur KIA og Mercedes-Benz að leita til okkar og fá tilboð í bremsuviðgerð eða bremsuvökvaskipti. Það er um að gera fyrir bíleigendur að nýta þetta frábæra tilboð sem er í gangi núna fram í janúar,“ segir Sigurður ennfremur.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: