Framleiðsla hafin á Corvette Z06

Corvette Z06 er innan við þrjár sekúndur í hundraðið enda …
Corvette Z06 er innan við þrjár sekúndur í hundraðið enda með 650 hestöfl undir húddinu.

Fyrstu eintök nýrrar Corvettu Z06 byrjuðu að rúlla út af færibandi Chevrolet í Bowling Green í Bandaríkjunum í síðustu viku. Verksmiðjan afkastar sjö bílum á klukkustund en von er á bílnum á markað snemma á næsta ári.

Þótt framleiðslan sé hafin er ekki von á bílnum í sýningarsali fyrir jól þar sem enn er verið að framkvæma gæðaprófanir á bílnum að sögn talsmanna Chervrolet. Hvort það hafi eitthvað að gera með þá staðreynd að prófunarhópur bílsins klessukeyrði einn slíkan á Nurburgring í síðasta mánuði skal ósagt látið. Verið var að reyna að ná staðfestum tíma fyrir bílinn sem endaði með því að bíllinn rakst utan í vegrið og skemmdist illa. Chevrolet Corvette Z06 verður fáanlegur sem bæði Coupé og blæjubíll. Vélin er 6,2 lítra V8 vél með forþjöppu sem skilar 650 hestöflum og 881 Newtonmetra togi. Grunngerðin verður beinskipt en einnig verður hægt að fá hann sjálfskiptan. Upptakið verður eftirtektarvert en hann mun aðeins vera 2,95 sekúndur í hundraðið og fara kvartmíluna á aðeins 10,95 sekúndum. njall@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: