Mondeo tvinnbíll í raðsmíði

Ford Mondeo Hybrid er fyrsti tvinnbíllinn sem Ford smíðar og …
Ford Mondeo Hybrid er fyrsti tvinnbíllinn sem Ford smíðar og selur í Evrópu.

Hafin er raðsmíði á tvinnútgáfu af Ford Mondeo tvinnbíl sem er nýr frá grunni. Er það fyrsti tvinnbíllinn sem Ford smíðar og selur í Evrópu.

Í Mondeo Hybrid vinna saman sérlega þróuð 2ja lítra bensínvél og rafmótor sem saman bjóða upp á einungis 3,5 lítra eyðslu á hundraðið í blönduðum akstri. Í innanbæjarakstri ferð eyðslan niður í 2,2  lítra og er losun gróðurhúsalots þá aðeins 99 grömm á kílómetra.

Mondeo tvinnbíllinn verður smíðaður í bílsmiðju Ford í Valencia á Spáni. Hann mun koma á götuna í desember.

mbl.is