Affallið frá Mirai mjólkinni öruggara

Vetnisbíll Toyota, Mirai, kemur á götuna á næsta ári.
Vetnisbíll Toyota, Mirai, kemur á götuna á næsta ári.

Gæði vatnsins sem vetnismótor Toyota Mirai gefur frá sér eru með þeim hætti að það er öruggara til drykkju en mjólk.

Þetta fullyrðir Toyota sem er að þróa vetnisbíl sinn, Mirai. Hann losar engin efni sem skaðleg eru umhverfinu, heldur er hið eina sem frá honum stafar vatnsgufa. Hreinleiki hennar gefur bílsmiðnum japanska tilefni til framangreindrar staðhæfingar.

„Við prófuðum heilsufarslegt gildi vatnsins í sérlegri rannsóknarstofu. Niðurstaðan var sú að miðað við mjólk væru miklu færri lífræn aðskotaefni í vatninu,“ segir aðalhönnuður vetnisvélar Toyota, Seiji Mizuno, við tímaritið Automotive News Europe.

Toyota mælir þó ekki með því að menn leggist í að drekka vatnið sem Mirai skilar af sér. Til brennslunnar brúki bíllinn nefnilega súrefni úr andrúmsloftinu umhverfis bílinn og vetnið úr eldsneytistankinum er ekki sótthreinsað.

Mirai mun koma á götuna á næsta ári og verður drægi hans á tankfylli tæplega 500 km. Taka mun innan við fimm mínútur að fylla aftur á tankinn.

agas@mbl.is

Vetnisbíll Toyota, Mirai, kemur á götuna á næsta ári.
Vetnisbíll Toyota, Mirai, kemur á götuna á næsta ári.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: