Hvítt vinsælast á bílinn

Vinsældir hvíta litsins á bílum hafa aukist í Bandaríkjunum í …
Vinsældir hvíta litsins á bílum hafa aukist í Bandaríkjunum í ár. Grátt og silfur gefur eftir.

Hvítt er vinsælasti bílaliturinn í Bandaríkjunum í ár, samkvæmt upplýsingum frá málningarfyrirtækinu PPG Industries.

Og ef eitthvað er hafa vinsældir hvíta litarins aukist á árinu. Er hann að finna á 23% allra nýrra bíla í Bandaríkjunum og Kanada.

Í öðru sæti er svart, sem er að finna á 18% bíla. Í þriðja sæti er grátt (16%) og því fjórða silfurlitur, sem er á 15% bíla sem seldir hafa verið á árinu.

Á einungis 10% bílanna var skellt náttúrulegum litum á borð við gull, ljósbrúnt, brúnt, gult og appelsínugult. Áberandi er hvað brúni liturinn er í mikilli sókn í ár á jeppum og meðalstórum bílum.

Og hver skyldi svo vera uppáhaldslitur kaupenda lúxusbíla? Jú, ennþá ræður hvítt þar ríkjum, en þessi bílaflokkur mun í vaxandi mæli skarta sanseruðum lit. Mestar líkur er hins vegar á að finna liti eins og rautt, blátt og grænt á sportbílum. Eru þeir að leysa grátt og silfurgrátt af hólmi í þeim bílaflokki.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: