940 bílar brenndir í Frakklandi - 12% færri en í fyrra

Frakkar fagna nýja árinu. Þessi bíll er augljóslega ekki brunninn.
Frakkar fagna nýja árinu. Þessi bíll er augljóslega ekki brunninn. AFP

Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu að „aðeins“ 940 bílar hefðu verið brenndir á gamlárskvöld í fyrra, 12% færri en árið áður þegar 1.067 bílar urðu eldi að bráð.

Bílabrenna er orðin hefð í Frakklandi meðal ólátaseggja í úthverfum borga landsins. Þá voru færri handteknir fyrir ólæti en árið áður.

Yfirvöld þakka það aukinni öryggisgæslu að bílabrennum fækkaði jafnskarpt og raun ber vitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina