Metsala mótorhjóla hjá BMW

Mótorhjól af gerðinni BMW S 1000 XR.
Mótorhjól af gerðinni BMW S 1000 XR.

Þýski bílsmiðurinn BMW smíðar fleira en lúxus fólksbíla því úr smiðjum hans renna einnig mótorfákar. Hefur hann aldrei selt fleiri slíka en einmitt á nýliðnu ári.

Alls seldi BMW 123.495 mótorhjól um heim allan 2014 sem var 7,2% aukning frá árinu áður.  Í desember var aukningin 10,9% frá árinu áður og seldi í honum einum og sér 7.032 hjól.

Þýskaland er stærstir markaðurinn ftrir BMW-hjólin. Þar seldust 21.714 eintök í fyrra, eða sjötta hvert hjól. Markaðsskerfur fyrirtækisins er þar rúmlega 25%.

Næst flest hjól fengu kaupendur í Bandaríkjunum eða 15.301. Var það 1.201 hjóli fleira en seld voru 2013 þar í landi. Þriðji stærsti markaðurinn er svo Frakkland með 11.600 hjól seld og í fjórða sæti er Ítalía með 10.487 hjól.

Í flokki hjóla með 500 rúmsentimetra slagrými og yfir var BMW leiðandi á markaði í Þýskalandi, Ítalíu og Spáni.

Við þetta má svo bæta, að langstærsti mótorhjólasmiður heims er Honda sem seldi á nýliðnu ári einu og sér rúmlega 17 milljónir mótorhjóla og skellinaðra. Stærstur hluti þess voru hjól með 125 rúmsentímetra slagrými eða minna.

mbl.is