Þar er fortíðin nútíminn

Á Kúbu þýðir lítt að kvarta undan viðgerðarþjónustu, menn verða …
Á Kúbu þýðir lítt að kvarta undan viðgerðarþjónustu, menn verða að annast hana sjálfir! mbl.is/afp

Það er eins og að stökkva hálfa öld aftur í tímann að minnsta kosti, að fylgjast með bílaumferð í Havana, höfuðborg Kúbu.

Og óneitanlega eru þeir glæsilegir gömlu eðalvagnarnir bandarísku og evrópsku sem þar má sjá á ferð eins, en á Kúbu er nútíminn margt eins og fortíðin.

Í fyrra var opnað fyrir takmarkaðan innflutning á nýjum bílum frá Evrópu en það hefur litlu breytt því fæstir hafa efni á þeim. Og útlit er nú fyrir að eðlileg samskipti Bandaríkjamanna og Kúbverja komist á að nýju, eftir um nær sex áratuga  fjandskap.

mbl.is