BMW i8 bíll ársins í Bretlandi

BMW i8 er bíll ársins 2015 í Bretlandi.
BMW i8 er bíll ársins 2015 í Bretlandi.

Tvinnbíllinn BMW i8 heldur áfram að sópa að sér verðlaunum en í dag var hann útnefndur bíll ársins 2015 í Bretlandi.

Hann var einnig valinn bíll ársins í flokki afl- og afkastamikilla fólksbíla eftir harða samkeppni.

Þetta er annað árið í röð sem bíll frá BMW er valinn bíll ársins í Bretlandi því í fyrra varð i3-bíllinn þar hlutskarpastur.

BMW i3 var auk þessa nýlega útnefndur bíll ársins af tímaritinu TopGear.

Þátt í kjörinu tóku 27 af helstu bílablaðamönnum Bretlands en þeir velja bíla í samtals 12 flokkum og er síðan einn þeirra útnefndur bíll ársins.  

Bretland er stærsti markaður í Evrópu fyrir i8-bílinn en þar er níu mánaða bið eftir eintaki af bíl þessum eftir að pöntun í hann hefur verið staðfest.

mbl.is