Flínkir á löggufákunum

Á fleygiferð með brugðinn hríðskotariffil.
Á fleygiferð með brugðinn hríðskotariffil.

Óhætt er að segja að lögreglumenn í Mexíkó séu einstaklega flinkir í akstri mótorhjóla.

Það kemur sér ekki bara vel heldur er bráðnauðsynlegt því fáir glíma við jafn algenga og yfirþyrmandi glæpastarfsemi og þeir.

Og ætli það væri nokkurt grín að vera stöðvaður af hjólandi löggu með vélbyssu brugðna.

En þegar meðfylgjandi myndskeið er skoðað vaknar sú spurning hvort ekki sé um óþarfa sýndamennsku að ræða hjá lögreglumönnunum hjólandi sem þar koma fyrir.

mbl.is