Sindratorfæran á Hellu og afmælissýning torfærunnar: Þrautreyndir kappar hafa engu gleymt

Þeir „gömlu“ öttu kappi upp brattann í spyrnu og var …
Þeir „gömlu“ öttu kappi upp brattann í spyrnu og var allt lagt undir eins og þessum mönnum er von og vísa. mbl.is/Malín Brand

Vorboðinn ljúfi, torfæran, hefur gert vart við sig en fyrsta umferð Íslandsmótsins í torfærunni, Sindratorfæran 2015, fór fram sl. föstudag á Hellu. Að keppninni stóðu Torfæruklúbbur Suðurlands og Flugbjörgunarsveitin á Hellu.

Ljóst er að margir hafa beðið þess með eftirvæntingu að fá að hlusta á þandar vélar öflugra torfærubílanna því tæplega 2.000 manns fylgdust með mótinu.

Stigahæstur var ökumaðurinn Ívar Guðmundsson og fékk hann farandbikarinn Helluna 2015. Gripurinn var fyrst veittur sigurvegara Hellutorfærunnar árið 1973.

Úrslitin voru sem hér segir:

Í flokki sérútbúinna bíla varð Elmar Jón Guðmundsson á Heimasætunni í fyrsta sæti, Snorri Þór Árnason á Kórdrengnum í öðru sæti og Magnús Sigurðsson á Kubbi í því þriðja. Tilþrifaverðlaunin fékk Ingólfur Guðvarðarson á bílnum Guttinn reborn.

Í flokki sérútbúinna götubíla varð Bjarki Reynisson á Dýrinu í fyrsta sæti auk þess sem hann fékk tilþrifaverðlaunin, Jón Vilberg Gunnarsson á Snáðanum í öðru og Aron Ingi svansson á Zombie í því þriðja.

Síðast en ekki síst ber að nefna flokk götubíla þar sem Ívar Guðmundsson á Kölska varð í fyrsta sæti, Steingrímur Bjarnason á Strumpnum í öðru sæti auk þess sem hann fékk tilþrifaverðlaunin og +i þriðja sæti varð Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum.

Þeir gömlu voru góðir

Laugardaginn 2. maí var haldið sérstakt afmælismót í tilefni fimmtíu ára afmælis torfærunnar á Íslandi.

Nokkrir af helstu keppendum torfærusögunnar léku listir sínar að viðstöddu fjölmenni en um 2.000 manns voru á aksturssvæðinu. Ýmis nöfn voru nefnd og rætt var við ýmsa kappa á sýningunni.

Á meðal þeirra sem óku voru Benedikt Eyjólfsson, Haraldur Pétursson, Gísli Gunnar Jónsson, Gunnar Pálmi Pétursson, Sigurður Þ. Jónsson og Árni Kópsson. Unga fólkið og það eldra fylgdist dolfallið með þeim „gömlu“ sýna kúnstir, hverjar á fætur öðrum.

malin@mbl.is

Tilþrifin í Sindratorfærunni voru með ýmsu móti og fjölbreyttur flotinn …
Tilþrifin í Sindratorfærunni voru með ýmsu móti og fjölbreyttur flotinn var fagur á að líta. mbl.is/Malín Brand
Það er allt í lagi að fá dálitla steinadrífu yfir …
Það er allt í lagi að fá dálitla steinadrífu yfir sig ef sjálfur Árni Kópsson er sá sem stjórnar tryllitækinu. mbl.is/Malín Brand
Tilþrifin í Sindratorfærunni voru með ýmsu móti og fjölbreyttur flotinn …
Tilþrifin í Sindratorfærunni voru með ýmsu móti og fjölbreyttur flotinn var fagur á að líta. mbl.is/Malín Brand
Tilþrifin í Sindratorfærunni voru með ýmsu móti og fjölbreyttur flotinn …
Tilþrifin í Sindratorfærunni voru með ýmsu móti og fjölbreyttur flotinn var fagur á að líta. mbl.is/Malín Brand
Lagt á brattann.
Lagt á brattann.
Brattinn sigraður við Hellu.
Brattinn sigraður við Hellu. mbl.is/Malín Brand
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: