Æsispennandi keppni í drifti

Fannar Þór Þórhallsson stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins í drifti, sem fram fór um helgina.

Að sögn Sigurðar Gunnars Sigurðssonar tókst vel til en í heildina voru 15 keppendur skráðir til leiks sem er margföldun í þátttöku miðað við síðustu ár. Einn þeirra varð þó að draga sig úr keppni og voru því 14 keppendur mætti til leiks þegar keppnin hófst á laugardag.

„Keppnin gekk frábærlega fyrir sig þrátt fyrir að veðrið hafi örlítið verið að stríða okkur þar sem gekk á með skúrum fyrri part dags. Reyndist keppnin æsispennandi keppni og börðust menn til síðasta dekks.

Úrslitin urðu sem hér segir:

1. Fannar Þór Þórhallsson á porsche 944 - 110 stig
2. Patrik Snær Bjarnason á BMW 325 - 86 stig
3. Þórir Örn Eyjólfsson á BMW 518 - 82 stig
4. Ríkarður Jón Ragnarsson á Pontiac Firebird - 58 stig
5-6. Sævar Sigtryggsson á BMW M5 - 34 stig
5-6. Konráð Karl Antonsson á BMW 325 - 34 stig
7. Þórir Már Ingvason á BMW 540 - 33 stig
8. Sigurjón Elí Eiríksson á BMW 325 - 32 stig
9. Andri Már Guðmundsson á BMW 325 - 13 stig
10-12. Hjalti Snær Kristjánsson á BMW 328 - 12 stig
10-12. Símon Haukur Guðmundsson á BMW 325 - 12 stig
10-12. Aron Steinn Guðmundsson á BMW M5 - 12 stig
13-14. Jökull Þór Kristjánsson á BMW 328 - 11 stig
13-14. Ármann Ingi Ingvason á BMW 323 - 11 stig

Drift er akstursíþrótt sem snýst um það aka fyrirfram ákveðna braut sem saman stendur af minnst 5 beygjum og reyna keppendur að aka hana sem mest á hliðarskriði, eða með afturenda bílsins til hliðar. Dæma dómarar eftir því hve hratt brautin er ekin, hversu mikið afturendinn vísar til hliðar, hversu mikinn reyk leggur frá afturdekkjum bílsins. Tekið er tillit til gæði stílsins, þ.e.a.s hversu gott flæði er í akstrinum og af hversu miklu öryggi er ekið. Síðan en ekki síst er skoðað hversu vel ökumenn fylgja bestu línunni í gegnum brautina.

mbl.is