Sérútgáfur Citroën í tilefni sextugsafmælis í ár

Gamla týpan er vitaskuld tímalaus og sú nýja lítur býsna …
Gamla týpan er vitaskuld tímalaus og sú nýja lítur býsna vel út líka.

Franski bílsmiðurinn Citroën ætlar að halda upp á það með sérútgáfum nokkurra DS-módela að í ár eru sextíu ár frá því gyðjan Citroën DS sá fyrst dagsins ljós.

Sérútgáfurnar verða af gerðunum DS3, DS3 Cabrio, DS4 og svo hinum nýja DS5. Til stóð að frumsýna þá á sýningu sem hófst í Tuileriesgarðinum í París í dag, svokallaðri DS WEEK, og lýkur næstkomandi sunnudag.

Sýningin er helguð sextugsafmæli Citroën DS sem kom fyrst fyrir almennings sjónir á bílasýningunni í París árið 1955. Bíll þessi hefur fengið á sig goðsagnarkennt yfirbragð og markaði þáttaskil í bílsmíði á tuttugustu öldinni.

Nú hefur DS-nafnið verið endurvakið og þykir bílalínan nýja viðhalda þeim byltingarkennda anda sem fólst í smíði DS-gyðjunnar á sínum tíma. Þessari línu er og ætlað að reisa franska úrvalsbílasmíði við.

Nýju sérútgáfurnar verða smíðaðar í takmörkuðu upplagi og verða boðnar á öllum markaðssvæðum Citroën um veröld víða. Af sérútgáfu DS3 og DS3 Cabrio verða smíðuð 1955 eintök af hvoru módeli. Af DS4 og New DS5 verða svo framleidd 955 af hvoru módeli um sig. Bílar þessir birtast í sýningarsölum bílumboða snemma sumars.

agas@mbl.is

Gamla týpan er vitaskuld tímalaus og sú nýja lítur býsna …
Gamla týpan er vitaskuld tímalaus og sú nýja lítur býsna vel út líka.
Citroen DS Orginallinn við Sigurbogann í París.
Citroen DS Orginallinn við Sigurbogann í París.
Citroen DS, goðsögn meðal bíla.
Citroen DS, goðsögn meðal bíla.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: