Eyðslugrennri Fiesta finnst ekki

Ford Fiesta ECOnetic fer með aðeins 2,7 lítra á hundraðið. …
Ford Fiesta ECOnetic fer með aðeins 2,7 lítra á hundraðið. Geri aðrir betur!

Eyðslugrennri Ford Fiesta en hinn nýuppfærði Fiesta ECOnetic hefur ekki verið smíðaður. Fer hann með aðeins 2,7 lítra eldsneytis á hundrað kílómetra.

Uppfærsla Fiesta ECOnetic felst fyrst og fremst í nýrri 94 hestafla 1,5 lítra dísilvél. Sérleg hönnun brunahólfa hennar, nýtísku forþjappa og ný innspýtingartækni hefur gert Ford það kleift að minnka losun vélarinnar á gróðurhúsalofti um 16 grömm á kílómetra frá 2008. Losar vélin því nú 82 g/km í stað 98 g/km. Nemur minnkunin 3 g/km frá síðustu kynslóð 1,6 lítra TDCi-vélarinnar.

Með start-stop tækni til viðbótar, viðnámslitlum dekkjum, hagkvæmum gírhlutföllum og betrumbættri straumfræði yfirbyggingarinnar hefur tekist að minnka eldsneytisnotkun Fiesta í aðeins 2,7 lítra á hundraðið, eins og fyrr segir. Í sínum stærðarflokki bíla er aðeins Peugeot 208 BlueHDi með meiri rekstrarhagkvæmni en Fiesta ECOnetic.

Þess má svo geta, að Ford býður nú upp á 138 hestafla 1,0 lítra EcoBoost vélina með Fiesta Zetec S-bílnum. Öflugasta útgáfa þessarar vélar hefur hingað til aðeins verið fáanleg í Red og Black útgáfum bílsins. Þessi vél fer með 3,8 lítra á hundraðið og losar 104 g/km af koltvíildi.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: