Fyrsta buggykeppnin tókst vel

Það skorti ekki á tilþrifin í buggytorfærunni á Hellu.
Það skorti ekki á tilþrifin í buggytorfærunni á Hellu. mbl.is/Flugbjörgunarsveitin á Hellu

Keppt var í nýrri torfærugrein á Hellu um hvítasunnughelgina, torfæru á fjórhjólum, öðru nafni buggykeppni.

Keppnin þótti takast með eindæmum vel og segja aðstandendur hennar, að þetta keppnisform sé komið til að vera.

Það var Flugbjörgunarsveitin á Hellu sem stóð fyrir keppninni í samstarfi við Vélhjólaíþróttaklúbbinn (VÍK).

Keppt var í tvemur flokkum bíla með 800 rúmsentímetra slagrými og 1000 rúmsentímetra.

Tólf keppendur mættu til leiks og höfðu allir gaman af, en úrslit urðu þessi:

800cc flokkur:
Jón Berg Reynisson á Polaris með 943 stig, en fleiri mættu ekki í þennan flokk.

1000cc flokkur:
Grettir Rúnarsson á Canam með 1801 stig
Jón G Margeirsson á Polaris með 1410 stig
Birgir Guðjónsson á Polaris með 1264 stig

Tilþrifaverðlaun hlaut svo Kristinn Bergsson á Arctic Cat en hann sló lítið af yfir daginn þrátt fyrir að vera fara fram af háum börðum eða fleita yfir vatn.

Þrautirnar voru margvíslegar og reyndu á bæði ökumenn og farartækin.
Þrautirnar voru margvíslegar og reyndu á bæði ökumenn og farartækin.
Ekkert má útaf bregða þegar ekið er með bílinn næstum …
Ekkert má útaf bregða þegar ekið er með bílinn næstum upp á rönd utan í lausum halla.
mbl.is