Í víking kringum Ísland á Velorex-vélfákum

Stepan við Velorex-bíl sinn. Merkingar á farangursboxi sýna hve víða …
Stepan við Velorex-bíl sinn. Merkingar á farangursboxi sýna hve víða hefur verið farið.

Eflaust hafa margir tekið eftir fjórum furðulegum brúnleitum bílum á ferð sinni um landið undanfarnar vikur. Þar á ferð eru nokkrir meðlimir Velorex-klúbbsins í Tékklandi og rakst blaðamaður Morgunblaðsins á þá við Sólfarið nú á dögunum og tók þá tali.

Alls eru þeir hér á fjórum Velorex-bílum og heita bílstjórarnir Lauda Sustr, Emil Pospísil, Robert Nemec og Stepan Kubicek. „Við erum hér í tvær vikur og ferðin okkar nær hringinn í kringum Ísland,“ sagði Stepan Kubicek í stuttu spjalli. „Við erum frá Tékklandi og komum á bílum sem smíðaðir eru upp úr mótorhjólagrind og vél. Bílarnir hafa reynst vel og ekkert bilað, bara þurft bensín,“ sagði Stepan og brosti. Klúbburinn fór síðast í víking fyrir tveimur árum í Noregi og á heimskautsbauginn árið 2005 en þeir hafa einnig flakkað víðar á þessum fararskjótum sínum.

Framleiðsla á Velorex-þríhjólabílum hófst árið 1945 þegar fyrsta gerðin kom á markað. Þá voru notaðar bæði CZ- og Jawa-vélar af mismunandi stærð en seinna meir nær eingöngu CZ 175 eða Jawa 350. Þegar mest var voru 40 eintök framleidd í hverjum mánuði. Hámarkshraði var um 30 km á klst en verðið var aðeins einn fjórði af verði venjulegs bíls. Félagarnir áætla að vera komnir til síns heima 9. júlí og til stendur að gera heimildarmynd um ferðina til Íslands. Hægt er að lesa meira um Velorex-fákana og meðlimi klúbbsins á slóðinni www.velorexklub.cz. njall@mbl.is

Velorex-bílarnir eru í raun Jawa 350-mótorhjól sem búið er að …
Velorex-bílarnir eru í raun Jawa 350-mótorhjól sem búið er að byggja yfir að framan. mbl.is/Njáll Gunnlaugsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: