Volkswagen þróar „ofurrafhlöðu“

Martin Winterkorn.
Martin Winterkorn. mbl.is/afp

Martin Winterkorn, stjórnarformaður Volkswagen AG, segir fyrirtækið vinna að þróun „ofurrafhlöðu“ í Kísildal. Nýja rafhlaðan á að marka kaflaskil, að mati Winterkorns, og vera ódýrari, léttari og öflugri en eldri gerðir rafhlaðna.

Lét Winterkorn þessi ummæli falla í viðtali sem birtist í þýska götublaðinu Bild.

Þar segir enn fremur að nýja rafhlaðan gæti gefið rafmagns-Volkswagen allt að 300 km drægi.

Bílablaðið Autocar bendir á að 300 km séu ekki nein ósköp borið saman við rafbíla eins og þá sem Tesla framleiðir en það séu þó bílar í allt öðrum verðflokki en dæmigerður Volkswagen. Með 300 km drægi og venjulegum VW-verðmiða yrði um mjög áhugavert ökutæki að ræða.

Lét Winterkorn einnig fljóta með að VW muni fljótlega svipta hulunni af þriggja hjóla einmenningsfarartæki af svipuðum toga og Segway. Tækið á að heita Last Mile Surfer, á að rúmast inni í fólksbíl og ferja ökumann eða farþega síðasta spölinn á áfangastað. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: