Þrír nýir bílar á hverri mínútu

Frá bílsmiðju Nissan í Sunderland í Norðaustur-Englandi.
Frá bílsmiðju Nissan í Sunderland í Norðaustur-Englandi.

Þriðju hverja mínútu á fyrri helmingi ársins rann nýr bíll af færibandinu einhvers staðar í Bretlandi, en þar starfrækir fjöldi bílaframleiðenda bílsmiðjur.

Afköst af þessu tagi þekkja þarlendir frá því fyrir kreppu en alls voru smíðaðir 793.642 nýir bílar í bresku bílsmiðjunum frá áramótum til júníloka. Það er þó ekki nema 0,3% aukning frá í fyrra en meira hefur ekki verið smíðað af nýjum bílum þar í landi á fyrri árshelmingi frá 2008. Og magnið í ár er rúmlega 50% meira en á fyrri helmingi ársins 2009 er lamandi hönd fjármála- og efnahagskreppunnar hafði sagt til sín.

Rúmlega þrír fjórðu bílanna sem Bretar smíðuðu fóru til útflutnings en fyrir heimamarkað urðu 188.598 eftir, eða 13,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra.

En hvaða bílar skyldu svo vera smíðaðir í Bretlandi? Þegar listinn yfir þá er skoðaður kemur býsna fjölbreytt flóra í ljós af bílum í öllum stærðar- og gæðaflokkum.

Mini – Hatch, Clubman, Coupe og Roadster eru smíðaðir í Oxford.

Honda – Civic, CRV og Jazz eru smíðaðir í Swindon.

Toyota – Auris og Avensis verða til í Burnastone í Derbyskíri.

Nissan – Juke, Qashqai, Note, Pulsar og Leaf eru framleiddir í Sunderland.

Jaguar – F-Type, XE, XJ, XF og XK smíðast í Vestur-Miðlöndum og í Liverpool.

Land Rover – Defender, Discovery, Discovery Sport, Evoque, Freelander, Range Rover, Range Rover Sport eru smíðaðir í Solihull í Vestur-Miðlöndum og Halewood við Liverpool.

Aston Martin – DB9, Rapide, Virage, DBS og one-77 í Gaydon í Warwickskíri.

Bentley – Continental, Flying Spur og Mulsanne eru smíðaðir í bænum Crewe.

Rolls Royce – Ghost, Phantom og Wraith verða til í Goodwood.

MG – 3 og 6 eru smíðaðir í Longbridge-smiðjunni í Birmingham.

Lotus – Elise, Evora og Exige sjá dagsins ljós í Norfolk.

Vauxhall – Astra er smíðuð í Ellesmere Port og Vivaro-atvinnubíllinn í Luton.

Morgan – Aero, 4/4, Plus 4, Plus 8, Roadster, 4 sæta, 3ja hjóla.

Caterham – Seven.

Mclaren – MP4-12C og P1. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: