Gefa dísil Auris upp á bátinn

Danir fá ekki lengur Toyota Auris með dísilvél, jafnvel þó …
Danir fá ekki lengur Toyota Auris með dísilvél, jafnvel þó þeir vildu sérpanta hann.

Toyota í Danmörku virðist vera að gefa dísilvélar upp á bátinn, alla vega í smærri bílum. Ástæðan er fyrst og fremst stóraukin skilvirkni bensínvéla.

Þannig fá Danir sem vildu eignast nýjustu kynslóð Auris með dísilvél, ekki þær óskir sínar uppfylltar. Umboðið mun ekki flytja dísilbíla inn þótt smíðaðir verði fyrir aðra markaði og ekki verður heldur hægt að sérpanta slíkan bíl. Ástæðan er að bensínvélin er orðin skilvirkari en dísilvélin.

Hin nýja 1,2 lítra hverfilblásna bensínvél veldur þessu fyrst og fremst en það er nýjung hjá Toyota að bjóða svo smækkaðar túrbóbensínvélar í smærri bílum sínum. Með tilkomu hennar er Auris einkar sparneytinn en vélartog bílsins er samt sagt betra en áður. Finnist mönnum þetta samt ekki alveg nóg má fá sér tvinnútgáfu af bílnum góða.

Rétt er að taka fram til að forðast hugsanlegan misskilning, að áfram verður Auris með dísilvél í boði hjá Toyotaumboðinu hér á landi.

agas@mbl.is

Nýjustu bensínvélarnar standa dísilvélum á sporði að skilvirkni. Þess vegna …
Nýjustu bensínvélarnar standa dísilvélum á sporði að skilvirkni. Þess vegna fá Danir ekki lengur að kaupa Toyota Auris með dísilvél.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: