Kappakstur umhverfis jörðina

Keppnisstjórinn fer um á glæsilegum Rimac-rafbíl.
Keppnisstjórinn fer um á glæsilegum Rimac-rafbíl.

Franski rithöfundurinn Jules Verne setti fyrstur manna fram hugmyndina um ferðalag umhverfis jörðina á 80 dögum.

Nú hafa hollenskir og franskir áhugamenn um umhverfismál hleypt af stokkum raunverulegum veraldarkappakstri sem fengið hefur yfirskriftina „80 daga kappaksturinn“.

Þessi kappakstur verður ekki háður á bílum sem brenna jarðeldsneyti. Nei, þeim verður haldið langt frá því. Einungis bílar sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum fá að vera með. Í þessu sambandi rifjast upp, að það var jarðeldsneyti sem gerði manninum kleift árið 1872 að ferðast umhverfis jörðina á 80 dögum.

80 daga kappaksturinn fer fram á næsta ári og hefst við sjálfan Eiffelturninn í París í apríl nk. Að sögn eins af forvígismönnum hans var leitað eftir því við dönsk yfirvöld að keppnin hæfist í Kaupmannahöfn en því var hafnað af borgaryfirvöldum. Vakti fyrir keppnisstjórninni með því að viðurkenna Dani sem frumkvöðla á sviði nýtingar vistvænna orkugjafa fyrir ráðstafanir í þágu vistkerfisins.

Var erindið þá lagt fyrir Önnu Hidalgo borgarstjóra í París og svaraði hún snimmhendis og sagði já takk. Í ráðhúsi hennar var svo fyrsti blaðamannafundurinn vegna kappakstursins haldinn.

Einn helsti forsprakki veraldarkappakstursins er franski ökumaðurinn Hubert Auriol, sem á sínum tíma vann í rallinu frá París til Dakar í Senegal þrisvar sinnum, en undanfarin ár hefur hann verið einn af helstu skipuleggjendum og stjórnendum þess. París-Dakar fer fram í janúar og fylgjast milljónir manna með því í sjónvarpi um heim allan.

Að sögn Auriol hafa reglur kappakstursins ekki verið negldar niður en hugmyndin er að aka verði um tiltekna tékkstaði á leiðinni á ákveðnu tímabili. Fyrir utan það hafi þátttakendur frelsi til að skipuleggja akstursleiðir sínar svo þær henti farartækjum viðkomandi sem best. Í þessu sambandi hefði Kaupmannahöfn líka getað orðið á leið rallsins en fyrir því var heldur ekki vilji.

Frá París liggur leiðin til austurs í átt til Kína. Þaðan verður siglt með skipum til vesturstrandar Bandaríkjanna og ekið um þau og síðar Suður-Ameríku, áður en siglt verður með farartækin til Evrópu fyrir lokasprettinn. Fjöldi liða er sagður undirbúa þátttöku í þessum kappakstri.

agas@mbl.is

STORM Eindhoven hefur framleitt fyrsta rafknúna langferðamótorhjólið og verður því …
STORM Eindhoven hefur framleitt fyrsta rafknúna langferðamótorhjólið og verður því teflt fram í 80 daga kappakstrinum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: