Holur bíta síst á Honda

Holur geta verið bagalegar fyrir bíleigendur. Sumar tegundir virðast gjarnari …
Holur geta verið bagalegar fyrir bíleigendur. Sumar tegundir virðast gjarnari á að skemmast út af holum. Ljósmynd/Ása M. Ólafsdóttir

Holur á breskum vegum bíta síst á Hondabíla, samkvæmt rannsóknum þar í landi.

Í athugun sem unnin var fyrir vefsetrið potholes.co.uk kom fram, að eigendur Hondabíla komust hjá mörg hundruð sterlingspunda viðgerðum árlega vegna holuþols bíla þeirra.

Er þetta niðurstaðan af skoðun á tugþúsundum tjónatilkynninga til tryggingafélaga. Samkvæmt rannsókninni urðu innan við 2% allra Hondabíla fyrir tjóni á öxlum eða fjöðrunarbúnaði af völdum holóttra vega. Næstbest komu Toyotabílar út og í þriðja sæti varð Hyundai.

Á hinum enda skalans urðu Chrysler, Mercedes-Benz og Land Rover sem fóru verst út úr glímunni við götótta vegi. Á annan tug prósenta þessara bíla af þessum tegundum skemmdist.

Meðaltjón á bíl vegna holuskemmda nam 309 pundum, eða um 60.000 íslenskra króna. Hæstu reikningar gátu orðið margfalt hærri.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: