BMW leysir hliðarspegla af hólmi

Bmw hefur uppi áform að breyta hinum hefðbundna baksýnisspegli og taka í staðinn upp kerfi myndavéla, sem uppræta eiga blinda blettinn svonefnda og jafnframt vara við reki úr akrein með löngum fyrirvara í þeim tilgangi að draga úr slysum á hraðbrautum.

Hugmyndina að hinum speglalausa BMW hefur bílsmiðurinn sýnt með sérstakri útfærslu á i8-bílnum. Þar spiluðu saman átta myndavélar sem skiluðu mynd inn á skjá á þeim stað þar sem hinn hefðbundni baksýnisspegill venjulega er. Gengur hugmyndin út á að ökumaður hafi alltaf rúmlega 180 gráða sjónhorn aftur fyrir sig án þess að þurfa að líta af veginum framundan. Lítils háttar straumfræðilegur ávinningur verður að því að losna við speglana utan á bílnum, auk þess sem draga mun úr vindgnauði á mikilli ferð.

Sem stendur býður BMW upp á myndavélakerfi á hinum nýja 7-seríubíl sem gefur góða mynd af umhverfinu þegar lagt er í stæði. Hægt er að stjórna þeirri myndbirtingu með hreyfingu handanna.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina