Sýna fjórhjóladrifinn Mazda6

Mazda6 með drifi á öllum fjórum hjólum verður frumsýndur á …
Mazda6 með drifi á öllum fjórum hjólum verður frumsýndur á morgun hjá Brimborg.

Brimborg sýnir fjórhjóladrifinn Mazda6 á morgun,  laugardaginn 6. febrúar, milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Mazda að Bíldshöfða 8.

Mazda6 AWD er glæsilegur  og vel útbúinn fjórhjóladrifinn langbakur. Hann er jafnframt búinn miklum öryggisbúnaði líkt og blindpunktsaðvörun, nálægðarskynjurum að framan og aftan og snjallhemlunarkerfi sem varar ökumann við ef stefnir í árekstur og grípur inn í ef þörf krefur.

Mazda6 AWD er einnig búinn Rear Cross Traffic Alert búnaði sem nemur aðvífandi umferð þegar bakkað er úr stæði, að ógleymdri SkyActiv spartækni Mazda.

Mazda6 AWD er fáanlegur frá 5.290.000 krónur, segir í tilkynningu frá Brimborg. Á sýningunni stendur gestum til boða reynsluakstur á þessum nýja bíl. 

mbl.is