Lögreglubílar til bjargar lífum

Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio er fágaður sportbíll.
Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio er fágaður sportbíll.

Lögreglan í Mílanó á Ítalíu hefur tekið kraftmikla Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio bíla í þjónustu sína. Ekki til að eltast við illvirkja eða aðra þrjóta á vegum landsins, heldur til að bjarga mannslífum.

Quadrifoglio er sérstaklega kraftmikil sérútgáfa af Giulia bílnum frá Alfa Romeo. Mílanólögreglan mun brúka tvo slíka fyrst og fremst til að flytja líffæri og blóð vegna neyðaraðgerða á sjúkrahúsum. Einnig munu þeir gegna hlutverki fylgdarbíla þegar um sérstakar opinberar athafnir er að ræða.

Engar fregnir fara af vélbúnaði bílsins aðrar en þær að vélin sé 505 hestafla V6-vél með tvöfaldri forþjöppu. Dugar hún til þess að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á aðeins 3,8sekúndum sem segir að snerpan sé all veruleg. Quadrifolgio er aflmesti Giulia-bíllinn í bílalínu Alfa Romeo.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: