Stórsókn VW inn í jeppageirann

Nýi tengiltvinnbíllinn Volkswagen T-Prime GTE er á lokastigi. Hann mun …
Nýi tengiltvinnbíllinn Volkswagen T-Prime GTE er á lokastigi. Hann mun hafa 50 km hleðslu á rafmagni.

Þýski bílrisinn Volkswagen hefur átt annasamt við að lappa upp á ímynd sína sem beið skaða vegna útblásturssvindlsins sem upp komst um í fyrrahaust og snerist um að blekkja mælitæki er mæla losun úrgangsefna.

Þetta sýndi sig á stóru bílasýningunni sem hófst í Peking um nýliðin mánaðamót. Mesta athygli á bás VW þar hefur fengið hugmyndatvinnbíllinn T-Prime Concept GTE. Þó að hugmyndanafnið sé enn að finna í heiti bílsins var hann kominn í svo gott sem endanlega útfærslu fyrir raðsmíði.

T-Prime GTE er í sama stærðarflokki og bílar á borð við Mercedes GLE og Audi Q7. Um er að ræða tengiltvinnbíl með drifi á öllum fjórum hjólum. Mun hann fær til aksturs utan vega í alls konar aðstæðum á rafmagninu einu saman.

Á mælaborði er stafræna tæknin nýtt út í hörgul og tekur bíllinn bæði við raddskipunum sem aðgerðum á snertiskjám. Einnig mun möguleiki að framkvæma stýriskipanir með handapati.

Volkswagen T-Prime Concept GTE er sagður með 381 hestafla aflrás og dregur 50 km á rafmagni einu saman. Um er að ræða bíl sem er liðsmaður mikillar sóknar af hálfu VW inn í jeppageirann. Annar bíll í þeirri sókn er ný kynslóð af gjörbreyttum Tiguan. agas@mbl.is

agas@mbl.is

Nýi tengiltvinnbíllinn Volkswagen T-Prime GTE er á lokastigi. Hann mun …
Nýi tengiltvinnbíllinn Volkswagen T-Prime GTE er á lokastigi. Hann mun hafa 50 km hleðslu á rafmagni.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volkswagen T-Prime GTE er á lokastigi. Hann mun …
Nýi tengiltvinnbíllinn Volkswagen T-Prime GTE er á lokastigi. Hann mun hafa 50 km hleðslu á rafmagni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: