Hvers vegna eru opnir sportbílar kallaðir „spider“?

Alfa Romeo Giulietta Spider er augnayndi og ber Spider-nafnið vel.
Alfa Romeo Giulietta Spider er augnayndi og ber Spider-nafnið vel. Ljósmynd/Wikipedia

Opnir tveggja sæta sportbílar eru stundum kallaðir „roadster“, en einnig er algengt að þeir fái heitið „spider“, stundum stafsett „spyder“.

Hafa margir fallegustu bílar sögunnar fengið spider-nafnið, s.s. Alfa Romeo Spider og Ferrari 458 Spider og Lamborghini Gallardo Spyder. Hafa spider-bílar meðal annars runnið út af verksmiðjugólfi framleiðenda á borð við Porsche, Aston Martin, Mitsubishi og Fiat.

Það mætti halda að nafnið væri dregið af köngulló (e. spider) og er það að hluta til rétt. Ein heimild útskýrir nafnið þannig að það sé, eins og með svo mörg önnur heiti í bílaheiminum, fengið frá hestvagni.

Spider-nafnið var notað til að lýsa léttari útgáfu af phaeton-vagni. Voru spider-hestvagnar tveggja sæta, mjóir og langir, með litlu sólskyggni sem hægt var að brjóta saman. Í útliti þóttu þeir minna á renglulega köngulló, og nafngiftin þaðan komin.

Ítalirnir virðast hafa tekið ástfóstri við nafnið og þá með það fyrir augum að „spider“ sé borið fram „speeder“, í merkingunni hraðskreiður [sport] bíll.

Fór þessi nafnahefð síðan heilan hring þegar Aston Martin bjó til blæjubílinn Volante, sem er ítalskt orð sem best er þýtt yfir á ensku sem „speeder“.

ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: