Samsung stefnir á bílamarkaðinn

AFP

Samsung Electronics ætlar að kaupa bandaríska tæknifyrirtækið Harmann International Industries á 8 milljarða Bandaríkjadala. Kaupin á bandaríska fyrirtækinu eru liður í aðgerðum fyrirtækisins í að komast inn á ört vaxandi markað fyrir tæknifyrirtæki í bílaframleiðslu.

Stjórn Samsung, en fyrirtækið er stærsti framleiðandi snjallsíma í heiminum, hefur samþykkt kaupin en greitt verður fyrir Harmann með reiðfé. Þetta er stærsti kaupsamningur sem Samsung hefur gert.

Harman framleiðir hljóðkerfi, net- og afþreyingarkerfi fyrir bílaframleiðendur eins og General Motors og Fiat Chrysler.

mbl.is

Bloggað um fréttina