Porsche sigrar aftur í þolakstri

Sigursveit Porsche í Sjanghæ (f.v.) Mark Webber frá Ástralíu, Brendon …
Sigursveit Porsche í Sjanghæ (f.v.) Mark Webber frá Ástralíu, Brendon Hartley frá Nýja Sjálandi og Þjóðverjinn Timo Bernhard. AFP

Annað árið í röð hefur þýski sportbílasmiðurinn Porsche unnið heimsmeistaratitil liða í heimsmeistaramótunum í þolakstri, WEC, sem draga nafn sitt af Le Mans kappakstrinum.

Porsche vann einnig titil bílsmiða í fyrra eftir margra ára drottnun Audi. Og í lokamótinu, sem fram fer í Barine um komandi helgi, getur Porsche einnig landað titli ökumann. Sigurvegararnir í sólarhringskappakstrinum í Le Mans, Romain Dumas, Neel Jani og Marc Lieb, hafa 17 stiga forskot fyrir lokamótið á besta bíl Toyota.

Og þó svo að Toyotamennirnir Kamui Kobayashi, Mike Conway og Stephane Sarrazin fari með sigur af hólmi í Barein dugar það Porsche að númer 2 919-bíllinn komi í mark í fimmta sæti til að krækja í titil ökumanna.

Porsche vann kappaksturinn í Sjanghæ í Kína fyrir 10 dögum og gulltryggði sér þar liðatitilinn. Keppnisbíllinn 929 er búinn tvinntækni og stóðst vel álagið sem á vélarnar voru lagðar í kappakstrinum, sem tók  sex stundir.

Að þessu sinni var það bíll númer 1 sem kom fyrstur í mark en ökumenn hans voru Timo Bernhard, Brendon Hartley og Mark Webber, en sá síðastnefndi ætlar að leggja skóna á hilluna að loknu mótinu í Barein.

Nokkur hraðamet sáu dagsins ljós í Sjanghæ, en til dæmis fór Hartley 5,451 kílómetra hringinn á 1:45,935 mínútum.

Frá upphafi keppni í Sjanghæ. Fyrir miðju er Porsche 919 …
Frá upphafi keppni í Sjanghæ. Fyrir miðju er Porsche 919 númer 1 sem ók til sigurs. AFP
Porsche 919 á leið til sigurs í þolkappakstrinum í Sjanghæ …
Porsche 919 á leið til sigurs í þolkappakstrinum í Sjanghæ í byrjun nóvember. AFP
Porsche 919 á leið til sigurs í þolkappakstrinum í Sjanghæ …
Porsche 919 á leið til sigurs í þolkappakstrinum í Sjanghæ í byrjun nóvember. AFP
mbl.is