Jafnt á komið með rafbílum og hinum

Rafbíll í hleðslu
Rafbíll í hleðslu

Þegar bílasala fyrir janúar og febrúar í ár í Noregi var gerð upp kom í ljós að nokkuð jafnt er á með raf- og tvinnbílum annars vegar og bílum með brunavél hins vegar hvað vinsældir varðar.

Hreinir rafbílar voru 35,5% af sölu nýrra bíla fyrstu tvo mánuði ársins og sé tvinnbílum bætt við er hlutfall vistvænu bílanna 49,6% af nýskráningum.

Miðað við sömu mánuði í fyrra hefur sala á bílum með brunavélum eingöngu fallið um 19,9%. Ennfremur Á sama tíma hefur hlutur raf- og tvinnbíla aukist um 33,9%. Munar þar mest um aukningu í nýskráningum tvinnbíla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: