Sorpbíllinn ekur sér sjálfur

Bíllinn bakkar sjálfur á eftir bílstjóranum sem sér um að …
Bíllinn bakkar sjálfur á eftir bílstjóranum sem sér um að setja tunnurnar upp í hann.

Sjálfaksturstæknin virðist bjóða upp á víðtækari lausnir en marga óraði fyrir. Nú hefur Volvo hinn sænski til að mynda hafið bílprófanir með sjálfekinn sorpbíl.

Ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að átta sig á hinni miklu þróun sem átt hefur sér stað í sorphirðu. Fyrir nokkrum áratugum eða svo birtist flokkur manna með bíl sem þeir lyftu sjálfir tunnunum upp í og sturtuðu úr þeim. Síðar viku trillur fyrir tunnum á hjólum sem tunnulyfta á afturenda bílsins lyfti og sturtaði úr.

Með útspili Volvo og endurvinnslufyrirtækisins Renova gætu verið að eiga sér stað önnur kaflaskipti í sögu sorphirðu. Með tækninni er bílstjóri óþarfur og einnig hleðslumenn. Mannshöndin mun hvergi koma nærri.

Bílstjórinn ýtir á hnapp er segir bílnum að aka að …
Bílstjórinn ýtir á hnapp er segir bílnum að aka að næstu tunnu.


Reyndar er það svo að ökumaður ekur bílnum frá sorpstöðinni í það hverfi þar sem sorp skal hirt. Á vettvangi bakkar bíllinn svo á milli sorptunna og fer af stað í átt til þeirrar næstu er ökumaðurinn ýtir á þar til gerðan takka. Hann þarf sem sagt ekki að draga og toga tunnurnar að bílnum; bíllinn ekur upp að þeim og sturtar innvolsinu upp í sig.

Volvo og Renova munu gera tilraunir með bílinn út árið til að öðlast reynslu á hann og sjá hvort og þá hvaða úrbætur þurfi að gera á honum. Fyrirtækið segir margs konar vistkerfislegan ávinning vera af sjálfekna sorpbílnum. Til að mynda leitist bíllinn öllum stundum eftir því með hraða- og gírskiptingum að eldsneytisnotkunin verði í lágmarki og losun gróðurhúsalofts einnig. agas@mbl.is

Bíllinn bakkar sjálfur á eftir bílstjóranum sem sér um að …
Bíllinn bakkar sjálfur á eftir bílstjóranum sem sér um að setja tunnurnar upp í hann.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: