Citroën og Mercedes liprastir í beygjum

Hvaða fjölnota bílar eru þægilegastir þegar þarf að leggja í stæði eða koma sér út úr kröppum aðstæðum? Svarið er Citroën C3 Picasso og Mercedes B-Class.

Það eru allavega niðurstöður rannsóknardeildar bílaritsins Auto Plus í Frakklandi sem prófaði alla fjölnota bíla sem er að finna á bílamarkaðinum.

Bílar þessir tveir þurfa aðeins 11 metra breitt rými til að snúa við. Á hæla þeim komu sex bílar sem þurftu aðeins 10 sentimetra breidd til viðbótar til að strjúkast ekki utan í veggi. Má því segja að keppnin hafi verið afar jöfn.

Eftir því sem lengra dregur niður töflu yfir 30 beygjubestu bílana stækkar bilið áfram í mjög litlum skrefum.

Niðurstaðan var sem hér segir:

• Citroën C3 Picasso 11,0

• Mercedes B-Class 11,0

• Citroën C4 Picasso 11,1

• Fiat 500 L 11,1

• Fiat 500 Living 11,1

• Ford B-Max 11,1

• Hyundai ix20 11,1

• Kia Venga 11,1

• Ford C-Max 11,2

• VW Golf Sportsvan 11,2

• Citroën Grand C4 Picasso 11,3

• BMW 2-serían Active Tourer 11,4

• Peugeot 5008 11,4

• Nissan Note 11,5

• Opel Meriva 11,5

• VW Touran 11,5

• Toyota Verso 11,6

• BMW 2-serían Gran Tourer 11,7

• Ford Grand C-Max 11,7

• Opel Zafira 11,7

• Renault Espace með 4Control 11,7

• Dacia Lodgy 11,8

• Kia Carens 11,8

• Renault Scenic 11,8

• Seat Alhambra 11,9

• VW Sharan 11,9

• Ford Galaxy 12,0

• Ford S-Max 12,0

• Renault Grand Scenic 12,0

• Renault Espace án 4Control 12,3

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina