Vörubíll sem ekur sér sjálfur

Nú þegar eru framleiðendur farnir að gera tilraunir með mjög fullkomna sjálfstýrða vöruflutningabíla sem geta farið á milli borga og landa án þess að bílstjórinn þurfi að snerta stýrið.

Í Svíþjóð er núna unnið að því taka þróunina skrefinu lengra, með því að fjarlægja ökumanninn með öllu.

Einride T-Pod er 7 metra langur vöruflutningabíll en þar sem ekki þarf að nota framhlutann undir ökumannsrými er öll lengd vörubílsins nýtt undir vörur og pláss fyrir 15 pallettur eða 20 tonn af varningi.

Eiga T-Pod að ganga fyrir rafmagni eingöngu, hafa um 200 km drægi, og ætlunin að koma fyrir hleðslustöðvum á flutningsleiðum þar sem bílarnir geta hlaðið sig sjálfir.

Á hraðbrautunum eiga Einride T-Pod að aka sér hjálparlaust en þegar komið er í þéttbýli tekur bílstjóri við og fjarstýrir bílnum. Er fyrirhugað að fyrstu prófanir fari fram með flutningum á milli Gautaborgar og Helsingborgar. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: