Jeep Compass fær 5 stjörnur

Jeep Compass á sýningu bílaumboðsins Ís-Band í Mosfellsbæ.
Jeep Compass á sýningu bílaumboðsins Ís-Band í Mosfellsbæ.

Hinn nýi jeppi Jeep Compass hefur fengið hæstu einkunn úr árekstarprófunum hjá EuroNCAP, eða fimm stjörnur.

Jeep Compass kemur mjög vel út í öllum flokkum prófsins en EuroNCAP hefur nýlega hert á  prófkröfum sínum um öryggisstaðla í bifreiðum. Má þar nefna 6 loftpúða og árekstraravara sem staðalbúnað.

Þá þykir öryggisgrindin sem umlykur ökumann og farþega í farþegarými,  sérlega vel heppnuð með tilliti til öryggisþátta.

 „Niðurstaðan endurspeglar þann metnað sem Jeep hefur sett í hönnun á Jeep Compass, en hann er útbúinn fjölmörgum öryggisbúnaði sem auka öryggi bæði ökumanns og farþega, sem og gangandi vegfarenda,“ segir í tilkynningu frá Íslensk-Bandaríska, umboðsaðila Jeep á Íslandi.

Jeep Compass var frumsýndur hér á landi í ágústlok. Hann verður fyrst um sinn fáanlegur með 2,0 lítra 170 hestafla díselvél, með 9 þrepa sjálfskiptingu,  en einnig verður hægt að velja um 2,0 lítra 140 hestafla díselvél, sem og 1,4 lítra 170 hestafla bensínvél.

mbl.is