Írar völdu líka Peugeot 3008

Það er ekki einvörðungu að Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið Peugeot 3008 sem bíl ársins.

Þennan heiður hlotnaðist franska bílnum einnig í Írlandi, en þar var hann um helgina valinn bíll ársins.

Áður hafði Peugeot 3008 verið valinn Evrópubíll ársins auk þess sem hann var einnig valinn bíll ársins af bílavefsetrinu Carbuyer.co.uk. Það valdi hann og jeppa ársins.

mbl.is