Eini bíllinn sinnar tegundar

Friðrik Halldórsson og Guðni Ingimarsson við fjallabílinn, sem er sá …
Friðrik Halldórsson og Guðni Ingimarsson við fjallabílinn, sem er sá eini sinnar tegundar.

Senn styttist í að sérstakur, öflugur fjallabíll verði tekinn í notkun hérlendis, en eigendurnir, Friðrik Stefán Halldórsson og Guðni Ingimarsson, hafa unnið við að setja hann saman frá grunni frá 2012 og þó einkum nýliðin fjögur ár.

„Við tveir höfum unnið í yfir 5.000 tíma við bílinn og auk þess fengið ómælda aðstoð,“ segir Guðni í umfjöllun umk farartækið óvenjulega í Morgunblaðinu í dag. „Þetta er í raun verkfræðilegt undur,“ segir Friðrik og hrósar félaga sínum og vélaverkfræðingnum framsýnina. „Guðni var með ákveðna hugmynd í kollinum og setti niður fyrir sér verkið í smæstu atriðum, sem síðan tók á sig mynd og birtist nú í fullsköpuðum bíl.“

Síðasti búturinn í innréttinguna var settur í bílinn fyrir helgi, en félagarnir hafa farið í reynsluakstur á fjöllum og eru tilbúnir í slaginn. „Fæðingin hefur tekið lengri tíma en við áttum von á en við erum ánægðir með árangurinn,“ segir Friðrik.

Sjá viðtal við Stefán og Guðna í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina