Japanskir bílsmiðir svindluðu líka

Japönsku bílsmiðirnir Suzuki, Mazda og Yamaha hafa gengist við því að hafa haft rangt við varðandi mælingar á útblæstri nokkurra bílmódela þeirra.

Í framhaldi af því að Nissan og Subaru viðurkenndu að hafa haft rangt við á mengunarmælingum lagði japanska samgönguráðuneytið þær skyldur á herðar 23 bíla- og mótorhjólaframleiðendum að ganga í gegnum nákvæma hússskoðun.

Í gær lögðu Suzuki, Mazda og Yamaha fram sínar niðurstöður. Játuðu þau þar að hluti mælinganna hafi ekki verið sem skyldi og ekki sagt rétt um losun bílanna á gróðurhúsalofti. tölur.

Kom í ljós, að bílsmiðir höfðu gert ófullnægjandi mengunarmælingar á bílum í þúsundatali en látið líta út fyrir að þeir hefðu staðist ströng mælipróf. Sömuleiðis hafi tölum um eldsneytisnotkun verið hagrætt.

Hjá Suzuki reyndust annmarkar hafa verið í mælingum á 6.401 bílum á tímabilinu 2012 til  2018. Var það um helmingur bílanna sem skoðaðir voru. Vankantarnir hjá Mazda og mótorhjólasmiðnum Yamaha reyndust mun umfangsminni. Til dæmis reyndust aðeins 2% prófana Yamaha á tímabilinu hafa verið framkvæmd óeðlilega.

Að sögn Reuters-fréttastofunnar var ekki um stórlega mikil frávik frá raunverulegri losun bílanna að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina