Stefnir á að fara aftur út

Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir snéri heim úr atvinnumennsku á dögunum eftir þriggja ára flakk um Evrópu og norður- og suður-Ameríku. Andrea ræddi við Bjarna Helgason um leikmanna- og landsliðsferilinn, atvinnumennskuna og framtíðina í boltanum.

Kosningavélarnar ræstar

Senn hefst eiginleg kosningabarátta í forsetakjöri og því tilvalið að spá í spilin um stöðu og horfur. Það gera þau Stefanía Sigurðardóttir þinglóðs Viðreisnar og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi, þrautreyndir pólitískir rótarar.

Listaverkamarkaðurinn sveiflast

Jóhann Ágúst Hansen hjá Gallerí Fold hefur séð listaverkamarkaðinn sveiflast upp og niður í gegnum tíðina en tengdamóðir hans stofnaði fyrirætkið árið 1990. Hann segir hagsveifluna nú hafa áhrif, en þó kannski síst á dýrustu verkin.

Fjögurra frambjóðenda kapphlaup

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgisaukningu Höllu Hrundar Logadóttur skýrt merki um að baráttan um Bessastaði verði milli fjögurra frambjóðenda. Það eru Halla Hrund, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr.