Linda Ben spilar á einum flottasta golfvelli Costa Blanca

Lífið leikur við matarbloggarann Lindu Ben!
Lífið leikur við matarbloggarann Lindu Ben! Samsett mynd

Það væsir ekki um matargyðjuna Lindu Benediktsdóttur um þessar mundir, en hún er stödd í sólinni á Alicante á Spáni þar sem hún nýtur þess að spila golf á einum flottasta golfvelli Costa Blanca-strandarinnar. 

Linda birti flotta og sólríka myndaröð af sér á golfvellinum á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Golflífið“, en af myndum að dæma er hún alsæl enda leikur veðrið við hana og varla ský á lofti. 

View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)

Einn sá besti og flottasti á svæðinu

Las Colinas-golfvöllurinn þykir með þeim bestu og flottustu á svæðinu, en hann var hannaður af Cabell Robinson sem er með fremstu golfvallahönnuðum Evrópu. Svæðið liggur eftir fögrum dal og er með fallegu útsýni í átt að sjónum.

Golfvöllurinn er par 71, 18 holu meistaramótsvöllur sem hentar öllum færnistigum. Umhverfið er afar aðlaðandi, en á vellinum sjálfum má sjá tré, læki, vötn og sanda sem fegra ekki einungis svæðið heldur bjóða golfurum upp á skemmtilegar áskoranir.

Völlurinn er sérlega aðlaðandi og vel hannaður.
Völlurinn er sérlega aðlaðandi og vel hannaður. Ljósmynd/Lascolinasgolf.com
Fjölbreytileiki vallarins gerir hann að skemmtilegum og spennandi stað til …
Fjölbreytileiki vallarins gerir hann að skemmtilegum og spennandi stað til að spila golf. Ljósmynd/Lascolinasgolf.com
Svæðið er afar glæsilegt.
Svæðið er afar glæsilegt. Ljósmynd/Lascolinasgolf.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert