* GRÉTAR Rafn Steinsson er þriðji...

*grétar Rafn Steinsson er þriðji Siglfirðingurinn frá upphafi sem leikur með A-landsliði Íslands í knattspyrnu og sá fyrsti sem skorar. Grétar Rafn hóf meistaraflokksferilinn með KS en gekk 17 ára gamall til liðs við ÍA.

*GRÉTAR var á fyrsta ári þegar fyrsti Siglfirðingurinn lék með landsliðinu. Það var Ásbjörn Björnsson sem lék einn leik árið 1982 og næstur var Hafþór Kolbeinsson sem lék tvo landsleiki 1984. Báðir voru leikmenn með KA þegar þeir léku fyrir Íslands hönd.

*TVÖ brasilísk félagslið áttust við á vellinum áður en leikur Brasilíumanna og Íslendinga hófst. Það eralvanalegt að forleikir fari fram fyrir landsleik í Brasilíu og tveimur tímum fyrir landsleikinn var völlurinn orðinn smekkfullur af fólki.

*1.500 herlögreglumenn voru við gæslu á leiknum. Allt fór vel fram en bæði fyrir og eftir leikinn var mikil flugeldasýning.

*ATLI Eðvaldsson landsliðsþjálfari sagði við landsliðsstrákana rétt áður en þeir gengu inn á völlinn: Milljónir knattspyrnumanna vildu vera í sömu sporum og þið eruð núna.

*ALLIR leikmenn íslenska liðsins létu það verða sitt fyrsta verk eftir leikinn að skiptast á treyjum við Brasilíumennina. Sumir þurftu að bíða lengi eftir að komast að leikmönnum því ágangur brasilískra fjölmiðla var gríðarlegur en hundruð blaða- og fréttamanna þustu inn á völlinn um leið og leikurinn var flautaður af.

*ÍSLENSKU leikmennirnir sýndu brasilísku áhorfendunum mikla kurteisi og til að undirstrika það hentu þeir æfingabolum sínum upp í áhorfendapallana eftir leikinn. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson var gjafmildari en aðrir en hann gaf fótboltaskóna sína einum brasilískum borgara sem beið fyrir utan hótelið sem íslenska liðið gisti á.

*ÓLAFUR Þór Gunnarsson þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum þann kafla sem hann stóð á milli stanganna. Hann varði glæsilega skot Kaká af löngu færi og fékk lof í lófa hjá brasilískum áhorfendum.

*ROMARIO, Romario... öskruðu áhorfendur þegar staðan var enn 1:0 og tæpar 20 mínútur liðnar af leiknum. Romario er í augum flestra Brasilíumanna átrúnaðargoð og þeir eiga erfitt með að kyngja því að hann skuli ekki vera í liðinu. Washington, stór og stæðilegur framherji Brassanna, var ekki á skotskónum. Hann átti tvö stangarskot og misnotaði tvö ágæt færi og það voru áhorfendur ekki sáttir við og sýndu það með því að kalla nafn Romarios.

*GRÉTAR Rafn Steinsson skoraði mark í sínum fyrsta landsleik en Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Guðmundur Steinarsson, Grétar Hjartarson og Ólafur Þór Gunnarsson léku sömuleiðis sinn fyrsta landsleik og allir fengu þeir nýliðamerki KSÍ eftir leikinn.

*ROMARIO hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir lið sitt, Vasco Da Gama, í brasilísku knattspyrnunni á miðvikudagskvöldið. Það var eitt marka Vasco sem gerði jafntefli, 3:3, við Santa Cruz í bikarleik, og komst liðið áfram 5:4 samanlagt. Ekki minnkar pressan á Scolari landsliðsþjálfara við þetta en almenningur í Brasilíu vill fá Romario í landsliðið fyrir HM í sumar.

*VILHJÁLMUR Vilhjálmsson skoraði mark Xiang Xue sem tapaði, 3:1, fyrir South China í bikarkeppninni í Hong Kong í fyrradag. Eysteinn Hauksson, sem einnig leikur með Xiang Xue, var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson