Skrifaði innistæðulausa ávísun fyrir eigin hjartaaðgerð

Roy Thayers er 77 ára Breti sem borgaði hjartaaðgerðina sína með gúmmítékka. Honum var sagt að það væri níu mánaða biðlisti eftir að komast í hjartaaðgerðina á kostnað sjúkrasamlagsins og að hann gæti dáið úr hjartaáfalli á þeim tíma. Einkaaðgerð kostaði 880 þúsund íslenskar krónur og hann skrifaði innistæðulausa ávísun fyrir henni.

Enska bankakerfið er hægvirkt og það tekur marga daga að leysa inn ávísanir og Thayers reiknaði með að aðgerðin yrði yfirstaðin þegar í ljós kæmi að ávísunin var innistæðulaus.

Ananova fréttavefurinn skýrði frá því að Thayers sem er frá Hounslow í Vestur-London greiði nú spítalanum 3,400 krónur á mánuði. „Ég var með verk í hjartanu og sérfræðingur sagði mér að tveir hjartalokar hefðu stíflast og að ég ætti á hættu að detta niður dauður hvenær sem er,” sagði Thayers. „Ég hef greitt mín gjöld alla mína ævi, hví ætti ég að deyja vegna peninga? Lífið er yndislegt og þess virði að berjast fyrir því. Ég hefði rænt banka til að bjarga lífi mínu,” sagði hann.

Roy Thayers gekkst undir tveggja tíma skurðaðgerð á Hammersmith sjúkrahúsinu og tókst hún vel.

Thayers verður 99 ára þegar skuldin við spítalann verður greidd að fullu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson