Gerard Butler verður á frumsýningu Bjólfskviðu

Gerard Butler í Bjólfskviðu.
Gerard Butler í Bjólfskviðu. mbl.is

Bandaríski leikarinn Gerard Butler verður viðstaddur frumsýningu myndarinnar Bjólfskviðu, eða Beowulf and Grendel eins og hún heitir á frummálinu, hér á landi í næstu viku. Butler leikur Bjólf í myndinni en í helstu hlutverkum eru íslenskir leikarar. Butler hefur m.a. leikið drauginn í Óperudraugnum (e. The Phantom of the Opera) eftir leikstjórann Joel Schumacher.

Bjólfskviða var heimfrumsýnd á Toronto kvikmyndhátíðinni í vor, en leikstjóri myndarinnar, Sturla Gunnarsson, er af íslenskum ættum. Álitsgjafar vefsíðunnar Internet Movie Database, IMDB, gefa myndinni 6,6 stig af 10 mögulegum, en 1.027 manns hafa gefið henni einkunn þegar þetta er skrifað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir