Íslendingar taka þátt í menningarnótt í Kaupmannahöfn

Íslenskir hönnuðir og listamenn taka höndum saman öðru sinni og standa fyrir íslenskri uppákomu á menningarnótt í Kaupmannahöfn sem fram fer á morgun, föstudaginn 13. október. Þessi íslenski hluti menningarnætur í Kaupmannahöfn fer fram á vinnustofu myndlistarkonunnar Sossu Björnsdóttur á Nybrogade 26 í Kaupmannahöfn og hefst kl. 21. Á menningarnótt 2005 bauð sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn á fjórða hundrað gesti velkomna í húsakynnunum og tókst uppákoman með afbrigðum vel.

Tískusýning verður haldin þar sem sýndur verður fatnaður frá fatahönnuðinum Ástu Guðmundsdóttur en hún hannar undir merkinu asta creative clothes. Ásta sýnir blöndu af vetrarlínunni 2006/2007 og sumarlínuna 2007. Vetrarlínan er nú þegar komin í verslanir og kemur sumarlínan í búðir í vor en hún var sýnd í byrjun þessa mánaðar í París. Merkið asta creative clothes er selt í verslunum í París, á Norðurlöndunum, í New York, Los Angeles og Japan.

Halla Bogadóttir gullsmiður sýnir skartgripi en Halla opnar einnig sýningu á verkum sínum í Galleri Nordlys, Frederiksborggade 41 í næstu viku. Sossa leggur til aðstöðu í húsi frá 18. öld og mynda verk hennar baksvið sýningarinnar. Á sama tíma fer fram sýning á verkum Sossu í Galleri Sct Gertruds og er þetta ellefta árið í röð sem hún heldur sýningu þar. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Ástu, Höllu Boga og Sossu.

Þá munu Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson leika fyrir gesti, að því er segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson