Jólasveinaskortur í Berlín

Jólasveinn.
Jólasveinn. Reuters

Jólasveinar munu vera af skornum skammti í Berlín í Þýskalandi fyrir þessi jól og hefur forstjóri jólasveinaumboðsins Heinzelmënnchen, Rene Heydeck, miklar áhyggjur af ástandinu. Umboðið þarf að útvega þúsundum heimila jólasvein á jóladag eftir pöntun en nú getur það ekki annað eftirspurn.

„Við kjósum heldur þybbna karla, auðvitað, og helst með ekta skegg en við erum þó ekki vandlát og tökum því sem gefst,“ segir Heydeck. Umsækjendur eru margir hverjir nemar og fá 28 evrur fyrir hverja heimsókn, eða tæpar 2.600 krónur.

Foreldrar barna láta jólasveinana hafa poka með jólagjöfum í sem þeir gefa síðan börnunum þegar þeir heimsækja fjölskylduna. Jólasveinarnir verða að greiða fyrir búninginn úr eigin vasa og láta umboðið hafa 15% tekna sinna. Hver jólasveinn heimsækir um 10-12 heimili en sumir ná þó að heimsækja allt að 20. Reuters segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson