Breskir eftirlaunaþegar taka netið fram yfir garðræktina

Breskir eftirlaunaþegar eru í auknum mæli farnir að taka netið fram yfir hefðbundnari tómstundir eins og garðrækt, ferðalög og smíðar.

Tryggingafélagið AXA gerði könnun meðal eldri borgara í Bretlandi og kváðust þátttakendur í könnuninni verja að meðal tali sex klukkustundum á viku á netinu. Þeir versla þar, leita sér upplýsinga og senda vinum og ættingjum póst.

41 af hundraði þátttakenda sagði vefvafrið eitt helsta tómstundagaman sitt, en í öðru sæti var garðrækt og endurbætur á heimilinu, sem 39% nefndu. Ferðalög og gönguferðir voru í þriðja sæti (28%).

Eftirlaunaþegarnir nota netið mest til að senda póst og afla sér upplýsinga. Hátt í helmingur þátttakenda hafði keypt farmiða á netinu, þriðjungur hafði prófað netbanka og 28% fylgdust með fréttum á netinu.

Tveir af hverjum þrem hafa reglulega samband við börnin sín í gegnum netið, og fjórir af hverjum 10 halda þannig sambandi við barnabörnin sín.

Talsmaður AXA sagði það ákaflega ánægjulegt að sjá hversu duglegir breskir eftirlaunaþegar væru við að nýta sér tæknina til að komast hjá streituvöldum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav