Heitar deilur um setrið sem Anna Nicole bjó í

Anna Nicole Smith í febrúar í fyrra.
Anna Nicole Smith í febrúar í fyrra. AP

Frá því að Anna Nicole Smith dó hefur tvisvar verið skipt um lása í útidyrum setursins sem hún bjó í á Bahamaeyjum.

Heitar deilur um eignarhald á því eru komnar upp á milli erfingja hennar og bandarísks byggingaverktaka sem átti í stuttu ástarsambandi við hana.

Setrið er í Nassau, og lögmaður erfingja Önnu tjáði blaðamönnum þar í gær að hann hefði aftur tekið það í sína vörslu og lagt fram kæru hjá lögreglunni vegna tölvubúnaðar og persónulegra muna er hafi verið fjarlægðir úr húsinu.

Fyrr um daginn hafði lögmaður byggingaverktakans, sem einnig gerir tilkall til setursins, sagt að hann hefði látið skipta um lása í húsinu á föstudaginn, lokað hliðinu að því með keðju og tekið það í sína vörslu fyrir hönd umbjóðanda síns.

Anna hélt því fram að byggingaverktakinn, G. Ben Thompson, hefði gefið sér húsið. En lögmaður Thompsons fullyrðir að Anna hafi einungis verið með húsið að láni.

Lögmaður Önnu sagði aftur á móti í gær að hún hefði keypt setrið fyrir 900.000 dollara í júlí í fyrra. Á þeim forsendum hefði hún getað átt lögheimili á eyjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson