The Police í tónleikaferð um heiminn

Breska hljómsveitin The Police tilkynnti í kvöld, að hún væri að undirbúa tónleikaferð um heiminn. The Police hætti fyrir 23 árum en kom aftur saman í gærkvöldi þegar Grammy-verðlaunin voru afhent og fluttu lagið Roxanne.

Fyrstu tónleikarnir verða í Vancouver í Kanada í maí en hljómsveitin mun einnig m.a. koma fram í Boston og Madison Square Garden í New York. Sveitin mun einnig halda tónleika í Bretlandi og víðar í Evrópu í haust, þar á meðal í Hollandi, Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi.

Sting, söngvari The Police, sagði á blaðamannafundi Los Angeles, að hann ætlaði að hreinsa andrúmsloftið. „Við erum að fara í tónleikaferð," sagði hann. „Við skemmtum okkur svo vel í gærkvöldi, að og því datt okkur í hug að sækja nokkur lög inn í skáp og æfa þau."

The Police átti nokkra smelli í kringum 1980, þar á meðal Every Breath You Take, Message In A Bottle, Don't Stand So Close To Me og Every Little Thing She Does Is Magic.

The Police á æfingu í klúbbnum Whisky a Go Go …
The Police á æfingu í klúbbnum Whisky a Go Go í Hollywood í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir