Lífvörðurinn kann að vera barnsfaðir Önnu Nicole

"Anna við elskum þig alla tíð," segir á spjaldinu. Minnig um Önnu Nicole fyrir utan skrifstofu réttarmeinafræðings í Flórída. AP

Fyrrverandi lífvörður Önnu Nicole Smith hefur nú bæst í hóp þeirra manna sem kunna að vera faðir Dannielynn, fimm mánaða gamallar dóttur Önnu.

Lífvörðurinn, Alexander Denk, segist hafa átt í ástarsambandi við Önnu í tvö ár, og á þeim tíma hafi hún gráðbeðið sig um að stofna með sér fjölskyldu.

Denk sagði í viðtali við bandaríska sjónvarpsþáttinn Extra að það hafi kviknað tilfinningar á milli þeirra frá fyrstu stundu.

„Hún var yndisleg, viðkvæm og tilfinninganæm kona. Hún kunni svo sannarlega að kyssa. Hún sagði við mig að hún vildi eignast börn með mér. Það er alltaf sá möguleiki að ég sé faðir Dannielynn,“ sagði Denk.

Denk hitti Önnu fyrst þegar hann vann við sjónvarpsþátt hennar, The Anna Nicole Show. Hann greindi frá því í viðtalinu að því hafi alltaf verið haldið leyndu að hún hafi þjáðst af lífshættulegum flogum sem kunni að hafa valdið dauða hennar.

„Hún trúði mér fyrir öllu sem enginn annar fékk að vita. Ég vissi að hún átti við alvarleg vandamál að etja þegar ég talaði við hana fyrir hálfum mánuði. Hún var búin að fá nóg af því að vera uppnefnd. Allir voru að skamma hana og niðurlægja hana og fara í mál við hana.“

Þegar Denk var spurður hvort hann teldi að lyf hafi átt þátt í að draga hana til dauða sagði hann: „Ég held ekki. Ég held að hún hafi verið gjörsamlega úrvinda. Aumingja Anna, ég vona að hún finni frið, hvar sem hún er núna.“

Nú koma fimm menn til greina sem mögulegir feður Dannielynn: Í fyrsta lagi fyrrverandi eiginmaður Önnu, J. Howard Marshall; lögmaður hennar og sambýlismaður, Howard K. Stern; eiginmaður Zsa Zsa Gabor, Frederic von Anhalt prins; ljósmyndarinn Larry Birkhead; og lífvörðurinn fyrrverandi, Alexander Denk.

Birkhead höfðaði mál og krafðist þess að Dannielynn gengist undir faðernispróf. Hann sagði í viðtali við dagblaðið New York Daily News: „Mér þykir leitt að ég skyldi ekki geta bjargað þeim. Ég reyndi það. Ég gætti hennar til að tryggja að ekkert kæmi fyrir hana, og mér var eiginlega bara ýtt til hliðar. Ég fékk engu ráðið um hvað hún eða aðrir í kringum hana gerðu.“

Vinur Birkheads segir að hann hafi sett henni úrslitakosti til að reyna að hjálpa henni að hætta að taka lyf. Hann hafi sagt henni að ef hún breytti ekki um lifnaðarhætti myndi hann fara fram á forræði yfir barninu. Þá hafi hún flúið til Bahamaeyja.

Sá sem úrskurðaður verður faðir Dannielynn fær yfirráð yfir dánarbúi Önnu Nicole og þeim 32 milljörðum króna sem hún kann að fá í arf frá Marshall.

Fjölmiðlafólk á vakt fyrir utan húsið sem Anna bjó í …
Fjölmiðlafólk á vakt fyrir utan húsið sem Anna bjó í á Bahamaeyjum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson