Draugasaga enn vinsælust vestanhafs

Persónur Ghost Rider eru frekar óhugnanlegar.
Persónur Ghost Rider eru frekar óhugnanlegar.

Kvikmyndin Ghost Rider, draugasaga með Nicolas Cage í aðalhlutverki, var áfram vinsælust í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina þrátt fyrir að margar nýjar myndir væru frumsýndar. Spennumyndin The Number 23, með Jim Carrey í aðalhlutverki, fór beint í 2. sætið en í myndinni leikur Carrey mann, sem er heltekinn af dulrænu afli tölunnar 23.

Grínmyndin Reno 911!: Miami fór beint í 4. sætið og myndin The Astronaut Farmer, með Billy Bob Thornton í aðalhlutverki, fór beint í 9. sæti.

Ghost Rider, sem er byggð á teiknimyndasögu, fjallar um mann sem selur djöflinum sál sína og öðlast ofurkrafta. Gagnrýnendur eru sammála um að myndin sé slæm en áhorfendur hafa látið það sér sem vind um eyru þjóta.

Listinn yfir vinsælustu myndirnar er eftirfarandi:

  1. Ghost Rider
  2. The Number 23
  3. Bridge to Terabithia
  4. Reno 911!: Miami
  5. Norbit
  6. Music & Lyrics
  7. Breach
  8. Tyler Perry's Daddy's Little Girls
  9. The Astronaut Farmer
  10. Amazing Grace.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir