Bobby Brown dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir meðlagsskuldir

Bobby Brown.
Bobby Brown. AP

Söngvarinn Bobby Brown hefur verið dæmdur til 30 daga fangelsisvistar vegna vanskila á meðlagsgreiðslum. Brown skuldar 19.000 dollara í meðlag, rúmar 1,2 milljónir króna. Brown stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Whitney Houston. Hann var handtekinn um helgina þegar hann var að heimsækja dóttur sína í Massachusetts.

Handtökuheimild var gefin út í október á hendur Brown þar sem hann mætti ekki fyrir rétt í heyrnarmáli vegna þessara skulda. Meðlagið skuldar hann barnsmóður tveggja barna sinna, Kim Ward. Lögmaður Brown, Phaedra Parks, segir meðlagssamkomulag hafa verið gert þegar Brown var söngstjarna. Nú eigi að þvinga hann til að standa skil þó hann sé ekki stjarna lengur og eigi erfitt með að finna sér vinnu.

Brown hóf söngferilinn með hljómsveitinni New Edition og hóf síðar sólóferil. Hann hlaut eitt sinn Grammy-tónlistarverðlaun og var vinsæl poppstjarna á níunda áratug seinustu aldar. BBC segir af þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson